Franca ehf.

Fyrirtækið

Franca ehf sérhæfir sig í almannatengslum og markaðsmálum.

Við aðstoðum fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga í samskiptum við fjölmiðla, viðskiptavini og starfsmenn.

Okkar markmið er að fyrirtækjum takist að koma þeim upplýsingum og hugmyndum sem óskað er eftir á framfæri með árangursríkum hætti. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðri ímynd með einföldum, skemmtilegum, frumlegum en ávallt skýrum skilaboðum. 

Almannatengsl eru afar mikilvæg fyrir ímynd fyrirtækja. Ef rétt er haldið á málum eru almannatengsl ein af meginstoðum hvers fyrirtækis. Nauðsynlegt er að upplýsa á sam fjölbreyttastan hátt frá ágæti vörunnar eða þjónustunnar með einföldum en skýrum skilaboðum. Það eru óendanlega margar góðar leiðir til þess og huga þarf að því að neytendur eru sífellt að breyta neyslumynstri sínu varðandi miðla. 

Við höfum unnið með afar ólíkum og misstórum fyrirtækjum. Öll hafa samt haft sama markmið – að koma upplýsingum á framfæri til réttra aðila með viðeigandi hætti.

Starfsmenn

María Elísabet Pallé, M.A. í blaða- og fréttamennsku er framkvæmdastjóri Franca. Hún hefur starfað í fjármálageiranum um árabil, fjölmiðlum og sölu- og markaðsmálum. 

Hún er með netfangið maria@franca.is 

Rannveig Harðardóttir er stjórnarformaður og eigandi Franca ehf. 

Eggert Skúlason og Eygló Jónsdóttir stofnuðu félagið árið 2004 og störfuðu sem almannatenglar fram til ársins 2014.